Jæja er ekki komið að færslu

Elsku dúllurnar mínar, er ekki loksins komið að færslu. Jú ég  held það bara. Skólinn búinn hjá mér síðasta prófið var í morgun og það þíðir að ég er komin í SUMARFR'I, eða þannig. Það er  ekki mjög  vor eða sumarlegt út að líta hérna núna, slydda og leiðindi, norðan rok. Guðjón er líka búin í skólanum en Sigríður klára eftir helgi. Sauðburður er byrjaður og gengur þokkalega, þær bera að vísu mest á nóttinni en það hefur skeð áður, nokkrum hefur þurft að hjálpa. Kartöflurnar að verða tilbúnar í moldina og nokkrar hríslur bíða eftir að komast niður líka. Gott í bili hafið það sem best, nú fer að verða tími til að blogga oftar. Knúsur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að þú hefur aftur tíma til þess að blogga.  Vonandi gekk þér vel í prófunum.  Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:58

2 identicon

Æ hvað er gott að sjá smá fréttir af ykkur og vonandi hafa prófin ykkar allra gengið vel. Þið hafið örugglega nóg að gera næstu dagana á meðan sauðburðurinn gengur yfir, ferð varla að stinga kartölfunum í snjóinn í dag er það ???

Knús og kveðjur úr gluggaveðrinu í borginni, Sys og feðginin

Sigurbjörg K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Er nú bara ekki gott að vera komin í svona smá sumarfrí??

Hafðu það gott þú þarna bóndakonan þín þarna á norðurlandinu..

Kv Lopasokkurinn á suðurlandinu

Guðný Einarsdóttir, 15.5.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir
Húsmóðir og bóndi,
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband